Sveitarfélagið Árborg – Ársreikningur 2023

Sveitarfélagið Árborg – Ársreikningur 2023

GlobeNewswire

Published

Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2023 var lagður fram í bæjarráði og til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag miðvikudaginn 24.04.2024. Rekstrarniðurstaða Sveitarfélagsins Árborg samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 1.269 millj.kr. en samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var gert ráð fyrir 1.855 mill.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Uppfærð fjárhagsáætlun ársins 2023 gerði ráð fyrir 1.693 millj.kr. neikvæðri niðurstöðu. 

Tekjur ársins af A og B hluta námu alls 17.951 millj.kr., launakostnaður 9.686 millj.kr., hækkun lífeyrisskuldbindinga nam 658 millj.kr.. Annar rekstrarkostnaður var 5.622 millj.kr. og nemur framlegð því 1.984 millj.kr. Afskriftir voru 951 millj.kr.. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 2.302 millj.kr. og var rekstrarniðurstaða ársins því neikvæð um 1.269 millj.kr. Veltufé frá rekstri var 1.713 millj.kr. eða 9,5% af heildartekjum A og B hluta.  

Skuldahlutfall hefur lækkað á árinu 2023 og er samkvæmt reglugerð nr. 502/2012 er nú komið niður í 147,4% úr 156,6% fyrir árið 2022. Strax í upphafi árs 2023 setti Sveitarfélagið Árborg sér markmið með það að leiðarljósi að uppfylla að lámarki kröfur sem kveðið er á um í lögum að standast lámarksviðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.   

Fræðslu- og uppeldismál eru umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 7.637 millj.kr. eða 61,7% skatttekna sem var til samanburðar 62,2% árið 2022. Til félagsþjónustu var veitt 2.090 millj.kr. eða 16,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Til íþrótta- og frístundamála var ráðstafað um 1.164,2 millj.kr. eða 9,4% skatttekna.  

Þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi árið 2023 styrktist rekstur Sveitarfélagsins Árborg umtalsvert milli ára þó á sveitarfélagið enn talsvert í land til að reksturinn verði sjálfbær. Þannig er rekstrarhalli minni en áætlaður var þrátt fyrir að lífeyrisskuldbindingar hækki um 430 millj.kr. milli ára og fjármagnsgjöld séu um 326 millj.kr. hærri en í áætlun. Þá er verulegt styrkleikamerki að veltufé frá rekstri hækkaði verulega milli ára og var 1.721 millj.kr. króna árið 2023 en var 132 millj.kr. árið 2022.  

Þá hefur framlegð aukist milli ára úr 1,5% í 11,1% af tekjum árið 2023 sem og veltufé frá rekstri hefur aukist sem er algjör lykiltala í ársreikningi og er það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána.   

*Attachment*

· Sveitarfélagið Árborg ársreikningur 2023 fyrri umræða

Full Article